KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik á árinu er liðið fær Víking í heimsókn í KA- heimilið í dag
í botnbaráttuslag N1- deildar kvenna í handbolta og hefst leikurinn kl. 16:00. Þrjú stig skilja liðin að fyrir leikinn, KA/Þór hefur
þrjú stig í næstneðsta sæti deildarinnar en Víkingur vermir botnsætið án stiga.
KA/Þór hefur ekki farið vel af stað á nýju ári og tapað tveimur leikjum, gegn Stjörnunni í deildarleik og gegn FH bikarkeppninni, og
því afar mikilvægt fyrir liðið að landa þremur stigum í hús í dag á heimavelli.