22. október, 2009 - 12:23
Akureyri Handboltafélag leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik í N1- deild karla þegar liðið tekur á móti FH í Höllinni og hefst
leikurinn kl. 19. Akureyri á enn eftir að ná sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. "Við
ætlum okkur sigur og það er kominn pressa á okkur að vinna," segir varnarjaxlinn í liði Akureyrar, Guðlaugur Arnarsson, um leikinn gegn FH. Nánar er
rætt við Guðlaug um leiknn í kvöld í
Vikudegi sem kemur út í dag.