Símenntun Háskólans á Akureyri útskrifaði 30 nemendur úr leiðsögunámi á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem útskrifað er úr slíku námi utan höfuðborgarsvæðisins og geta nemendurnir fengið aðild að Félagi leiðsögumanna. Námið var byggt á námskrá fyrir leiðsögunám í samstarfi við Leiðsöguskólann og Samtök ferðaþjónustunnar og stunduðu nemendur nám í tvær annir.