08. nóvember, 2007 - 15:31
Fyrsta skíðaæfingin í alpragreinum hjá Skíðafélagi Akureyrar fór fram í Hlíðarfjalli í gær, þegar ríflega 30 ungmenni, 13 ára og eldri, mættu með skíði sín í fjallið. „Þetta er mikill gleðidagur hjá okkur og nú verður ekki aftur snúið," sagði Dagbjartur Halldórsson, formaður alpagreina hjá SKA. Hann sagði að aðstæður í Hlíðarfjalli væru vonum betri, enda hafi hver mínúta verið notuð til að framleiða snjó. „Það er í raun alveg ótrúlegt að þetta skuli hafa tekist með þessum hætti. Spáð er norðlægum áttum og kulda næstu daga og þá verður hægt að halda áfram að framleiða meiri snjó," sagði Dagbjartur. Skíðafólkið æfði í Strýtu en byrjað var að framleiða snjó efst í Hlíðarfjalli.