Snemma í fyrramálið kemur svo annað skemmtiferðaskip til Akureyrar og mun stærra. Það heitir Athena, er um 16.000 tonn af stærð og borð eru 230 áhafnarmeðlimir og 510 farþegar, aðallega Bretar. Í gær var nýtt og glæsilegt þjónustuhús við Oddeyrarbryggju formlega tekið í notkun og hefur það fengið nafnið Vitinn. Húsið er rúmir 160 fermetrar að stærð og þar er móttökuaðstaða fyrir farþega skemmtiferðaskipa og aðra ferðalanga, snyrtingar, sími og netaðstaða, svo eitthvað sé nefnt. Í sumar er von á 61 skemmtiferðaskipi til Akureyrar, með um 80.000 farþega.