Fyrirtækð ITH auglýsir eftir fólki til starfa á Akureyri og í Noregi

Þjónustufyrirtækið ITH, sem staðsett er á Akureyri, hefur auglýst eftir fólki með góða kunnáttu í norsku, sænsku eða dönsku, til starfa í þjónustuverum, Meðal viðskiptavina ITH eru stórfyrirtæki í Noregi sem sækjast eftir íslensku starfsfólki til starfa á Akureyri og í Noregi. Um er að ræða útvistunarverkefni fyrir alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar í Noregi.  

ITH er með skrifstofur á Akureyri og í Noregi. Markmið fyrirtækisins er að veita framúrskarandi starfsmannatengda þjónustu og felst hún í verkefnastjórnun, starfsmannaleigu, beinum ráðningum og útvistunarverkefnum (þjónustuver) fyrir erlenda markaði. Lögð er rík áhersla á fagleg vinnubrögð og fagmennsku, eins og segir á vef fyrirtækisins, staff.is.

ITH er í nánu samstarfi við viðskiptavini sína með það að leiðarljósi að veita sem besta þjónustu þannig að vöruframboð fyrirtækisins falli sem best að kröfum samstarfsaðila og viðskiptavina. ITH er í samstarfi við leiðandi aðila í sínum geira á alþjóðlegavettvangi sem nýtist fyrirtækinu í ráðningum, prófunum, tryggum gæðum og aðgangi að fjölbreyttum verkefnum.

Nýjast