Fyrirætlanir um auknar skattheimtur á ferðaþjónustu verði endurskoðaðar

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra, sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri í gær, skorar á yfirvöld að endurskoða fyrirætlanir sínar um auknar skattheimtur á íslenska ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á undir högg að sækja á alþjóða vettvangi vegna efnahagsástands í heiminum og ferðalög hafa dregist saman.   

Á sama tíma er Ísland  orðið samkeppnishæft í ljósi stöðu íslensku krónunnar.  Við þessar aðstæður skýtur skökku við að ríkisstjórn Íslands leggi hömlur á atvinnugreinina með stóraukinni skattheimtu, segir í ályktun fundarins.

Nýjast