Fylkir lagði Þór/KA að velli í Árbænum

Fylkir lagði Þór/KA að velli, 2:1, er liðin áttust við á Fylkisvelli í kvöld, í 5. umferð Pepsi- deildar kvenna í knattspyrnu. Fjóla Dröfn Friðriksdóttir og Anna Björg Björnsdóttir skoruðu mörk Fylkis í leiknum en Danka Podovac skoraði mark Þórs/KA. Með sigrinum er Fylkir komið upp í fjórða sæti deildarinnar með níu stig, en Þór/KA situr í sjötta sæti með sjö stig og hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni. 

Nýjast