Fylkir hafði betur gegn KA/Þór

Fylkir vann nauman sigur á KA/Þór, 25:23, er liðin mættust í Fylkishöllinni í dag í N1- deild kvenna í handbolta eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 11:11. Arna Valgerður Erlingsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs í leiknum með 8 mörk, Martha Hermannsdóttir skoraði 7 mörk og þær Emma Sardarsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir komu næstar með 3 mörk hvor. Hjá Fylki var Elín Helga Jónsdóttir markahæst með 6 mörk og Sunna Jónsdóttir skoraði 5 mörk.

Eftir leikinn er KA/Þór í 8. sæti deildarinnar með 3 stig en Fylkir er í 6. sæti með 6 stig.

KA/Þór á erfiðan leik fyrir höndum strax á morgun, sunnudag, er liðið sækir Hauka heim að Ásvöllum og hefst sá leikur kl. 16:00.

Nýjast