Valmar Valjaots stýrði kórnum og spilaði undir hjá flestum þeim sem komu fram um kvöldið. Heimir Ingimars kom sá og sigraði með klassískum söng ásamt Karlakórnum. Inga Eydal, Snorri Guðvarðarsson og Valmar fluttu írska tónlist og ekki má gleyma snilldarundirleik Bryndísar Ásmunds á avocado og var hún einnig kynnir kvöldsins og hélt fallega utan um dagskrána. Þeir félagar í Hundi í óskilum, fluttu nokkur lög og spiluðu meðal annars á hækjur. Friðrik Ómar tók nokkur lög og Valmar spilaði undir og Óskar Pétursson Álftgerðisbróðir rak leistina með Hamraborginni við mikinn fögnuð kirkjugesta. Aflið á öllum mikið að þakka, tónlistarfólki, framkvæmdanefndinni, bæjarbúum, Akureyrarkirkju og velunnurum Aflsins. "Það var hreint út sagt ótrúlegt að finna fyrir velvild allra á þessari frábæru kvöldskemmtun og við sjáumst að ári," segir í fréttatilkynningu.