16. október, 2009 - 17:29
Umhverfisnefnd Akueyrarbæjar hefur mikinn áhuga á að framkvæmd verði fuglatalning í óshólmum Eyjafjarðarár í tengslum við
lengingu flugbrautarinnar og óskar eftir því við Sverri Thorstensen að áætlun um kostnað verði gerð. Jafnframt felur nefndin
forstöðumanni umhverfismála Jóni Birgi Gunnlaugssyni að kalla óshólmanefnd saman til fundar til að kanna áhuga Eyjafjarðarsveitar og
Flugstoða á samstarfi.
Fuglatalning hefur nú verið framkvæmd í tvö sumur eftir að endurheimt votlendis við Hundatjörn í Naustaflóa hófst og mætti
Sverrir á síðasta fund umhverfisnefndar og kynnti skýrslu sem hann hefur unnið um talninguna. Nefndin samþykkti að fela honum talningu við Hundatjörn a
ný árið 2010.