Bæjarbúar á Akureyri eru margir hverjir ósáttir við ofsaakstur á götum bæjarins á Bíladögum, þar sem engin hraðatakmörk eru virt af hópi ökumanna. Dæmi eru um að menn hafi verið teknir á yfir tvöföldum hámarkshraða í íbúahverfum. Rúmlega 80 umferðarlagabrot komu inn á borð lögreglunnar á Akureyri yfir Bíladagana. Vikudagur hefur rætt við foreldra í bænum og segjast margir hafa bannað börnum sínum að koma nálægt umferðargötum þessa helgi.
Í prentútgáfu Vikudags er rætt við bæjarbúa sem vilja herta löggæslu á Bíladögum. Einnig er rætt yfirlögregluþjón á Akureyri og forseta bæjarstjórnar