29. desember, 2009 - 19:16
Frá næstu áramótum fá grunnskólabörn á Akureyri frítt í sundlaugar bæjarins og því verður 12%
ódýrara fyrir fjögurra manna fjölskyldu að fara í sund á nýju ári. Þetta kom fram í máli Ólafs Jónssonar
formanns íþróttaráðs í hófi sem Afreks- og styrktarsjóður Akureyrar stóð fyrir í Íþróttahöllinni
fyrr í dag. Í dag kostar 100 krónur fyrir börn í sund.