Friðriksdagur haldinn hátíðlegur í annað sinn á Friðriki V

Þorrinn byrjar á föstudag, á sjálfan bóndadaginn, og af því tilefni verður Friðriksdagurinn haldin hátíðlegur í annað sinn á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri. Heiðursgestir kvöldsins, líkt í fyrra, eru þeir Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari og Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður.  

Arnrún Magnússon, sem rekur veitingastaðinn ásamt manni sínum Friðriki V. Karlssyni, hafði átt sér þann draum að breyta bóndadeginum í Friðriksdag. Sá draumur rættist í fyrra og verður endurtekinn nú á föstudag. Haldin verður glæsileg veisla heiðurs Friðriki V og öllum Friðrikum landsins. Menn sem bera annað nafn eru þó einnig velkomnir en sætafjöldi er takmarkaður. Innifalið í miðaverði er matur og skemmtun. Borðapantanir og upplýsingar veitir Arnrún í síma 461-5775 eða á adda@fridrikv.is

Nýjast