Freydís Anna vann þrefalt á Sunnumótinu í kraftlyftingum

Freydís Anna Jónsdóttir, KFA, kom, sá og sigraði á Sunnumótinu í kraftlyftingum, sem haldið var í annað sinn sl. helgi í Íþróttahöllinni á Akureyri. Freydís vann alla þrjá stigabikarana sem í boði voru, en hún sigraði í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Alls voru níu keppendur á mótinu, en mótið er það fyrsta sem haldið er innan vébanda Kraftlyftingasambands Íslands.

 

Úrslit mótsins í einstaka flokkum urðu þau að í -52 kg flokki sigraði Heiðrún Dís Stefánsdóttir, KFA, í -56 kg flokki sigraði Agnes Eva Þórarinsdóttir, KFA, í -60 kg flokki var það Rósa Soffía Haraldsdóttir, Breiðabliki, sem bar sigur úr býtum, í -67,5 kg flokki var það Freydís Anna Jónsdóttir, KFA, sem sigraði, í -75 kg flokki sigraði Sunna Hlín Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki, í -82 kg flokki var það Bryndís Ólafsdóttir, UMFS, sem bar sigur úr býtum og í 90 kg flokki og yfir sigraði Lára Bogey Finnbogadóttir, KFA.

Nýjast