Framlög vegna þjónustu við fatlaða og til heilsugæslu lækka

Á fundi félagsmálaráðs Akureyrar í vikunni voru kynnt framlög ríkisins vegna þjónustusamninga um málefni fatlaðra og heilsugæslu eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi. Samkvæmt viðbótargögnum frá félags- og tryggingamálaráðuneyti er gert ráð fyrir að hagrætt verði fyrir um 24,7 milljónir króna í þjónustu við fatlaða eða um það bil 2,5%.  

Heilsugæslustöðinni er gert að hagræða um 6,7% eða 32,1 milljón króna. Eftir að gert hefur verið ráð fyrir nýrri húsaleigu hjá Fasteignum ríkisins og viðbótum vegna verðlagshækkana og hækkana á tryggingagjaldi þá er raunlækkun á framlagi milli ára um 10 milljónir króna, samkvæmt því sem fram kemur í bókun félagsmálaráðs.

Nýjast