Framlög til reksturs Lista- safnsins á Akureyri lækkuð

Á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu, kemur fram í bókun, að náðst hefur samkomulag við Art.is sem annast rekstur Listasafnsins á Akureyri um breytingar á samningi bæjarins og félagsins. Breytingarnar miða að því að draga úr kostnaði við rekstur safnsins, til samræmis við almenna hagræðingu í rekstri Akureyrarbæjar.  

Megin breytingin er fólgin í því að samningsbundin vísitöluhækkun er felld úr gildi og framlög til samningsins lækka um 500 þúsund krónur á árinu 2010 og um eina milljón króna á árinu 2011. Þá er ákveðið að samningslok verði í árslok 2011. Stjórn Akureyrarstofu felst á breytingarnar fyrir sitt leyti en viðauki við samninginn fer fyrir bæjarráð til endanlegrar staðfestingar.

Nýjast