14. september, 2007 - 09:11
Framkvæmdir eru hafnar við framlengingu Miðhúsabrautar frá bráðabirgðatengingu við Geislatún að Súluvegi, um 1,700 m kafla, auk hringtorgs við Kjarnagötu og tengingar við Brálund. Akureyrarbær samdi við GV gröfur ehf. um verkið en fyrirtækið átti lægsta tilboð í útboði á dögunum. Fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 96 milljónir króna, miðað við að skila því 1. janúar nk. Þá á m.a. eftir að leggja bundið slitlag á veginn en þessi kafli verður malarvegur frá áramótum og fram á næsta sumar.