Hann sagði að skiptar skoðanir hafi komið fram um staðsetningu ganganna. Bærinn og ríkið standa straum af kostnaðinum þar sem Hörgárbraut er þjóðvegur í þéttbýli. Loka þarf fyrir umferð vegna framkvæmdanna í viku til tíu daga en nota á forsteyptar einingar í göngin. Það er mikil samgöngubót, ekki síst fyrir íbúa í Holtahverfi að fá þarna undirgöng. Skólabörn þurfa m.a. að fara yfir götuna á leið í Glerárskóla og vegfarandur notast nú við gönguljósin. Gróflega áætlað er kosnaður við framkvæmdina ríflega 30 milljónir króna.