Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum við Dalsbraut eða þann hluta hennar sem liggur frá Miðhúsabraut að Skógarlundi, en skipulagsnefnd bæjarins er að undirbúa að gefa út framkvæmdaleyfið. Þessi ákvörðun liggur fyrir eftir úrkurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem sagt var frá hér á vefnum fyrirhelgi. Hins vegar munu framkvæmdir við norðurhluta Dalsbrautar, eða frá Skógarlundi að Þingvallastræði ekki geta hafist strax þar sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur að ekki hafi verið samræmi milli aðalskipulags og deiliskipulags, en ekki eru sýndar tengingar á aðalskipulagi við lóð Lundarskóla og íþróttasvæði KA. Þessir tæknilegu annmarkar verða leiðréttir af skipulagsyfirvöldum á Akureyri og munu framkvæmdir þá geta hafist.