30. nóvember, 2007 - 12:22
Samkomulag hefur náðst við eigendur Svefns og heilsu ehf. um útgáfu byggingarleyfis vegna famkvæmda við viðbyggingu Glerártorgs á Akureyri. Ennfremur hefur Svefn og heilsa ehf. fallist á að Akureyrarbær fái umráðarétt yfir þeim fasteignaréttindum sem eignarnámskrafa bæjarins tekur til. Akureyrarbær hefur afturkallað beiðni til matsnefndar eignarnámsbóta að nefndin ákvarði umráðin. Framkvæmdir voru stöðvaðar í vikunni og var vinnustöðvunin til komin vegna ágreinings um lóðamál á svæðinu.