Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar þann 29. maí nk. var samþykktur á fundi fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í gærkvöld. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi skipar efsta sæti listans en
Siguður Guðmundsson verslunarmaður, sem einnig sóttist eftir forystusætinu en hafnaði í 6. sæti í prófkjörinu á dögunum, er
ekki á listanum.
Framboðslistann skipa eftirtaldir:
- 1. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi
- 2. Ólafur Jónsson hérðasdýralæknir og bæjarfulltrúi
- 3. Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri og viðskiptafræðingur
- 4. Anna Guðný Guðmundsdóttir iðjuþjálfi og háskólanemi
- 5. Björn Ingimarsson hagfræðingur
- 6. María Marínósdóttir svæðisstjóri
- 7. Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri
- 8. Davíð Kristinsson heilsuþjálfari
- 9. Ragnar Sigurðsson laganemi og formaður FSHA
- 10. Unnsteinn Jónsson verksmiðjustjóri
- 11. Kolbrún Sigurgeirsdóttir grunnskólakennari
- 12. Kristinn Frímann Árnason bústjóri
- 13. Huld S. Ringsted verslunarrekandi
- 14. Svavar Hannesson vátryggingaráðgjafi
- 15. Kristín Halldórsdóttir gæðastjóri
- 16. Baldvin Valdimarsson viðskiptafræðingur
- 17. Anna Jenný Jóhannsdóttir laganemi
- 18. Árni Bergmann Pétursson rafvirkjameistari
- 19. Bjarni Jónasson starfsmannastjóri
- 20. Haukur Ásgeirsson matreiðslunemi og fyrrv. sjómaður
- 21. María Sigurbjörnsdóttir meinatæknir
- 22. Gunnar Ragnars fyrrv. framkvæmdastjóri