Ráðið minnir á ákvæði Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 en þar segir í 15. gr.: „Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða". Slíkt markmið næst ekki nema kynjahlutfall á framboðslistum sé jafnt og tryggt að bæði konur og karlar komist að.