Dr. Joan Nymand Larsen, deildarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar var nýlega kosin forseti IASSA (International Arctic Social Sciences Association) til þriggja ára.
Skrifstofa samtakanna mun því flytjast frá Nuuk á Grænlandi til Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri þegar hún tekur við embættinu, 1. október 2008. Starfstímabili Joan og átta manna ráðs IASSA lýkur með sjöunda þingi IASSA sem haldið verður á Akureyri sumarið 2011.