Forval hjá Vinstri grænum á Akureyri á laugardag

Níu eintaklingar gefa kost á sér í forvali hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði á Akureyri, fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, sem haldið verður laugardaginn 6. febrúar nk. Kjörið er opið er öllum félagsmönnum VG á Akureyri en kjörskrá var lokað 27. janúar síðastliðinn.  

Baldvin H. Sigurðsson bæjarfulltrúi og Andrea Hjálmsdóttir aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, gefa kost á sér í 1. sæti en aðeins Edward Huijbens gefur kost á sér í 2. sætið. Kristín Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi, sem skipaði 2. sætið í síðustu kosningum, gefur nú kost á sér í 4.-6. sæti.

Aðrir sem gefa kost á sér eru:

Auður Jónasdóttir, sækist eftir 3.-6. sæti

Daði Arnar Sigmarssson sækist eftir 4. sæti

Dýrleif Skjóldal sækist eftir sæti 3.-6. sæti

Guðmundur H. Helgason sækist eftir 3.-6. sæti

Sóley Björk Stefánsdóttir sækist eftir 3.-6. sæti

Nýjast