Einnig gerðu þeir félagar tilraun til þess að fara upp á fjallið Kerlingu en náðu ekki alla leið. "Við áttum aðeins eftir 15-20 metra í að það færi að halla undan aftur en það hafðist ekki og það fannst okkur alveg ömurlegt," sagði Finnur. Hann sagði að ekki hafi verið þarna upp á mótorhjóli en vélsleðamenn farið þessa leið upp á fjallið.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Finnur og félagar hans fara á hjólum upp á Súlur. Þeir gerðu það einnig árið 2003, við svipaðar aðstæður og fóru þá reyndar upp á fjölmarga fjallatinda á Glerárdalshringnum á einum tveimur klukkutímum.