Afsláttur er verulegur sé miði keyptur í forsölu, allt að 25%, og er með þessu móti hægt að spara bæði fé og fyrirhöfn. Unnt er að kaupa vikupassa og helgarpassa í forsölu. Lægra gjald er greitt fyrir unglinga 14 - 17 ára og ekkert fyrir börn 13 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa stúkusæti og hjólhýsastæði með aðgangi að rafmagni í forsölu.
Forsölunni lýkur 1. maí nk. og hækkar miðaverð eftir það. Hver miði sem keyptur er í forsölu gildir einnig sem miði í happdrættispotti Landsmóts og samstarfsaðila. Um hver mánaðarmót verður dregið um veglega vinninga, til að mynda tvo vikupassa á Landsmót, leikhúsmiða fyrir tvo í boði VÍS, beisli og DVD diska frá versluninni LÍFLANDI, segir í fréttatilkynningu.