Jón Óðinn Waage flutti út til Svíþjóðar ásamt konunni sinni, Ingu Björk Harðardóttur, í byrjun september síðastliðinn í leit að betra lífi. Þau búa í smábæ í Mið-Svíþjóð. Ódi, eins og hann er jafnan kallaður, stundar nám í sænsku en meirihluti bekkjarfélaga hans eru flóttamenn frá Sýrlandi. Vikudagur sló á þráðinn til Óda og ræddi við hann um lífið í Svíþjóð og hvernig Sýrlendingarnir hafa breytt sýn hans á lífið. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.