Fordómar gagnvart Eyrarbúum

Oddeyrin þykir fallegt og lítið hverfi en neikvæð ímynd hvílir yfir því. Mynd/Þröstur Ernir
Oddeyrin þykir fallegt og lítið hverfi en neikvæð ímynd hvílir yfir því. Mynd/Þröstur Ernir

Ímynd Oddeyrar á Akureyri er frekar neikvæð og sker sig úr öðrum hverfum bæjarins. Sú ímynd birtist á mismunandi vegu, t.d. í skólum og orðum fólks á götunni. Þetta er meðal þess kemur fram í BA ritgerð Herdísar Helgadóttur fjölmiðlafræðings frá Háskólanum á Akureyri, sem ber heitið Oddeyri og ímynd þess: Hvaðan kemur ímyndin og hvar er hana að finna?

Íbúar Eyrarinnar verða varir þess neikvæðu ímynd og upplifa fordóma í sinn garð.

„Ég upplifði það nú síðast þegar ég var að bíða eftir leigubíl eftir árshátíð Akureyrarbæjar,“ segir Jón Einar Jóhannsson íbúi í hverfinu. Hann segir nauðsynlegt að efla ímynd hverfisins. „Bæjaryfirvöld þurfa að fara að sinna Eyrinni af alúð eins og gert hefur verið t.d. í Innbænum. Þar hefur greinilega verið tekið til hendinni og er bænum til sóma. Þetta þarf líka að gerast í okkar hverfi því Eyrin á skilið mun betra.“ Ný hverfisnefnd var nýlega kosin og mun fljótlega setja upp áætlun til að spyrna við fordómum gagnvart Oddeyrinni.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um þetta mál og rætt við Jón Einar í prentútgáfu Vikudags

Nýjast