Golfmót iðnfélaganna var haldið á Akureyri á laugardaginn var en þetta er í annað sinn sem sameiginlegt golfmót félaganna fer fram og komu keppendur víðsvegar að af landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 18. holu. Fékk hann í verðlaun veglegan verkfæraskáp frá AB varahlutum á Akureyri.