Flugvél lenti í Keflavík þrátt fyrir rjómablíðu fyrir norðan

Akureyrarflugvöllur. Mynd/Hörður Geirsson
Akureyrarflugvöllur. Mynd/Hörður Geirsson

Flugvél á leið frá Riga í Lettlandi í beinu flugi til Akureyrar um miðja síðustu viku hætti við að lenda á Akureyrarflugvelli og lenti þess í stað á Keflavíkurflugvelli. Þykir þetta sérstakt í ljósi þess að blíðskaparveður var á Akureyri þennan dag. Flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar Trans Atlantic og var vélin full með um 180 farþega innanborðs.

Flestir farþeganna voru frá Akureyri en einnig var stór hópur frá Blönduósi og á Dalvík. Farþegarnir þurftu að taka rútu heim og misstu margir úr vinnu. Egill Örn Arnarson, starfsmaður Trans Atlantic, segir ferðaskrifstofuna hafa fengið þær skýringar frá flugfélaginu að flugstjórinn hafi metið það svo öryggisins vegna að betra væri að lenda í Keflavík.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðstofu Norðurlands, sem vinnur að því að koma á beinu áætlunarflugi til og frá Akureyri, segir atvik sem þessi slæm fyrir markaðssetningu á beinu millilandaflugi. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast