Fljúgandi hálka á Húsavík

Það er glerhálka á Húsavík í dag. Mynd: JS
Það er glerhálka á Húsavík í dag. Mynd: JS

Það er glerhálka á Húsavík í dag, götur víða svellaðar sem og bílastæði og gangstéttar og vatnsburður á klakanum skapar hinar verstu aðstæður, bæði fyrir fótgengla og  akandi vegfarendur.  En sem betur fer hafa engin slys eða umferðaróhöpp verið tilkynnt til lögreglu, a.m.k. ekki til þessa. „Það var fljúgandi hálka í bænum þegar ég mætti til vinnu kl. 7 í morgun. En þetta hefur blessunarlega skánað, menn hafa verið duglegir við að sandbera og skafa og aðalgöturnar, Garðarsbraut og Mararbraut að miklum hluta orðnar auðar. En áfram er ástæða til að hvetja fólk til að fara um bæinn af fyllstu gát.“ Sagði Ingvar Dagbjartsson lögregluþjónn í samtali við Dagskrána skömmu eftir hádegi.

Og bæjarbúi sem fór fótgangandi í vinnuna í morgun, kvaðst hafa verið fjórum sinnum lengur á leiðinni en alla jafna, enda þurft að fara fetið og kunna fótum sínum forráð á hálu svellinu til að skripla þar ekki á skötu. JS

 

Nýjast