Flestir telja sínum vinnustað vel stjórnað

Frá Akureyri/mynd karl eskil
Frá Akureyri/mynd karl eskil

Capacent kannaði afstöðu launþega til frammistöðu stjórnenda fyrirtækja og var niðurstaðan nýverið  kynnt á fundi á Akureyri. Á Norðurlandi telja 75% að vinnustað þeirra sé mjög eða frekar vel stjórnað, en á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 68%.

Fyrir norðan segja 25% að stjórnunin sé mjög góð og 49% segja hana frekar góða. 17% segja stjórnunina frekar illa og 7% segja stjórnun vinnustaðarins illa. Flestir svarendur sem nefna að stjórnunin sé góð, langar í vinnuna, en meirihluti þeirra sem ekki eru sáttir við stjórnunina, langar oft ekki í vinnuna, samkvæmt sömu könnun.

Á Norðurlandi hefur aldrei verið rætt við 40% launþega um frammistöðu í starfi á síðustu 12 mánuðum, en á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 30%.

Könnunin náði til fólks í hlutastarfi og í fullu starfi.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast