Tæplega 100 tilfelli voru tilkynnt til barnaverndar á Akureyri árið 2014 um vanrækslu barna vegna áfengiseða-fíkniefnaneyslu foreldra. Þetta er fjórföldun á tveimur árum en áfengis-eða fíkniefnaneysla er nú tilgreind í tæplega helmingi allra tilkynninga. Þetta kemur fram í árskýrslu hjá fjölskyldudeild Akureyrarbæjar. Áskell Örn Kárason, forstöðumaður barnaverndar á Fjölskyldudeild bæjarins, segir þetta vaxandi vandamál.
Þá vekur athygli að tilkynningum frá leikskólum á Akureyri hefur fjölgað. Í fyrra var barnvernd tilkynnt um 12 atvik frá leikskólum þar sem grunur lék um vanrækslu barns, sem er aukning um rúmlega helming frá árunum á undan. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev