Fjórir nemendur VMA fá viðurkenningar

Fjórir nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri sem luku sveinsprófum á síðasta ári  hljóta á laugardaginn  viðurkenningar Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fyrir afburða árangur á sveinsprófum í sínum fögum, en 20 nemendur af öllu landinu fá slíkar viðurkenningar að þessu sinni. VMA-nemarnir eru Dýri Bjarnar Hreiðarsson í húsasmíði, Eyþór Halldórsson í húsgagnasmíði, Jóhanna Eyjólfsdóttir í hársnyrtiiðn og Sveinbjörg Jana Aðalsteinsdóttir í hársnyrtiiðn.

Þetta er í sjöunda skipti sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, sem á sér 147 ára sögu, stendur fyrir slíkri nýsveinahátíð. Hátíðin verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur nk. laugardag, sem fyrr segir. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verndari hátíðarinnar, ávarpar hana og afhendir verðlaun ásamt stjórnarfólki í Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur.

Þetta kemur fram á vef Verkmenntaskólans á Akureyri

Nýjast