Fjórir frá SA í HM- landsliðshópinn

Fjórir leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar voru valdir í karlalandsliðið í íshokkí sem keppir á Heimsmeistaramótinu í 2. deild í Tallin í Eistlandi, dagana 10.- 17. apríl næstkomandi. Leikmennirnir fjórir eru þeir Jón Benedikt Gíslason, Stefán Hrafnsson, Björn M. Jakobsson og Ingvar Þ. Jónsson.

Ísland leikur í riðili með Ísrael, Kína, Nýja- Sjálandi, Rúmeníu og Eistum. Liðið er þannig skipað:

Markmenn

 
Dennis Hedström SWE
Ævar Þ. Björnsson SR
   
Sóknarmenn  
Andri M. Mikaelsson SWE
Arnþór Bjarnason SR
Brynjar F. Þórðarson BJÖ
Egill Þormóðsson SR
Emil Alengård USA
Gauti Þormóðsson SR
Gunnar Gudmundsson BJÖ
Jón B. Gíslason SA
Jónas Breki Magnússon DEN
Matthías Máni Sigurdarsson NOR
Pétur Maack SWE
Robin Hedström SWE
Stefán Hrafnsson SA
   
Varnamenn  
Birkir Árnason DEN
Björn M. Jakobsson SA
Daniel Ädel SWE
Ingvar Þ. Jónsson SA
Róbert F. Pálsson BJÖ
Snorri Sigurbergsson NOR
Þorsteinn Björnsson SR

Nýjast