Fjórir aðilar buðu fimm húseignir undir Vínbúðina á Akureyri

Ríkiskaup auglýsti á dögunum eftir húsnæði til leigu fyrir Vínbúðina á Akureyri. Tilboðin voru opnuð þann 30. desember sl. og sendu fjögur fyrirtæki inn tilboð og buðu alls fimm húseignir víðs vegar um bæinn til leigu. Lengi hefur staðið til að finna stærra og hentugra húsnæði undir Vínbúðina í bænum. Ekki hefur verið gengið frá leigusamningi en eftirtalin fyrirtæki buðu eftirtaldar eignir:  

1. Bjóðandi: Baldursnes 2 ehf.
Staðsetning húsnæðis:Baldursnes 2
Stærð í fermetrum: 1000 m2
Leiguverð: kr. 1.500.- pr. m2
Afhendingartími: Húsnæðið er fullbúið og laust við gerð leigusamnings.

2. Bjóðandi: SMI ehf.
Tilboð 1
Staðsetning húsnæðis: Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi
Stærð í fermetrum: 527,7 m2 (+120,4 m2 hlutdeild í sameign)
Leiguverð: kr. 1.890.- pr. m2 / hækkar í kr. 2.190.- eftir þrjú ár
Afhendingartími: Vor 2010 með 4 mánaða fyrirvara

Tilboð 2
Staðsetning húsnæðis: Dalsbraut 1
Stærð í fermetrum: 599 m2 - 766,8 m2
Leiguverð: 1.490.- pr. m2 / hækkar í kr. 1.690.- eftir þrjú ár
Afhendingartími: Vor 2010 með 4 mánaða fyrirvara

3. Bjóðandi:Smáragarður ehf.
Staðsetning húsnæðis: Glerárgata 36
Stærð í fermetrum: 609,4 m2
Leiguverð: kr. 1.350.- pr. m2
Afhendingartími: 1. júní 2010

4. Bjóðandi: Ljósmyndavörur ehf.
Staðsetning húsnæðis:Kaupvangsstræti 1
Stærð í fermetrum: 330 m2 + 120 m2 + 80 til 100 m2
Leiguverð: kr. 1.288.- og kr. 987.- pr. m2
Afhendingartími: 1. júní 2010

Nýjast