Þrjú ný lið mæta til leiks í N1-deild kvenna í handknattleik næsta vetur en þetta varð ljóst þegar Handknattleikssamband Íslands gaf út keppnisfyrirkomulagið fyrir næsta vetur í karla-og kvennaflokki á dögunum. Þessi þrjú lið eru Afturelding, Fylkir og Selfoss og verða nú tólf lið í deildinni næsta vetur og leikin tvöföld umferð með átta liða úrslitakeppni. N1-deild karla verður með sama sniði og síðustu ár; átta liða deild og leikin þreföld umferð með fjögurra liða úrslitakeppni. Í 1. deild karla verða sjö lið og leikinn þreföld umferð.