19. október, 2007 - 09:17
Farþegum hjá Strætisvögnum Akureyrar fjölgaði um 140% í september sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Verið var að flytja 1600-1700 farþega á dag, fimm daga vikunnar, í september sl. eða sem nemur um 10% bæjarbúa. Frá síðustu áramótum hefur verið frítt í strætó á Akureyri og fyrstu 9 mánuði ársins hefur fjöldi farþega aukist um ríflega 100%. SVA er að hefja akstur í Naustahverfi og nýtt leiðakerfi verður tekið í notkun á næstunni.