Alls er 21 í sóttkví á Norðausturlandi og þrír í einangrun vegna kórónuveirusmits. Þetta kemur fram í nýrri töflu yfir smit á svæðinu á facebooksíðu lögreglunnar. Af þeim sem eru í sóttkví eru 15 á Akureyri og allir þeir sem eru smitaðir á Norðurlandi eystra eru búsettir þar.
Í gær voru 13 í sóttkví á Norðurlandi eystra, samkvæmt vefnum covid.is og greint er frá á mbl.is.