Fjöldi kvenna á öllum aldri og nokkrir karlar tóku þátt í mæðradagsgöngu Styrktarfélagsins Göngum saman á Akureyri í dag. Ekki er þó hægt segja að veðrið hafi leikið við göngufólkið, sem lét það ekkert á sig fá og mætti vel búið í gönguna. Áður en lagt var stað var tekin stutt upphitun í Lystigarðinum, þar sem gangan hófst. Boðið var upp á tvær vegalengdir og gengið í um klukkustund. Einnig var gengið í Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Höfn, Hveragerði, Reykjanesbæ og frá Stórutjarnaskóla. Gangan var jaldfrjáls en göngufólki gafst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman.
Styrktarfélagið Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 10 13. maí í tengslum við mæðradaginn. Landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna. Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Félagið var stofnað haustið 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 22 milljónir króna í styrki. Göngum saman leggur áherslu á miklvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins.