Næst á dagskrá: Akureyrarakademían í húsi gamla Húsmæðraskólans við Þórunnarstræti fimmtudaginn 25. mars kl. 17. Þóroddur Bjarnason, félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri, flytur erindi í fyrirlestraröð Akademíunnar. Erindið nefnir hann: "Ertu á förum? Framtíð búsetu á norðanverðum Tröllaskaga". Erindið er öllum opið og aðgangur ókeypis.
SIGURHÆÐIR fimmtudaginn 25. mars kl. 20. "STUTTMYND AF MATTHÍASI". Þórunn Valdimarsdóttir hefur skrifað sögu Matthíasar Jochumssonar. Hún þekkir því vel sögu fátæka drengsins úr Þorskafirði sem varð eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar. Þórunn segir frá kjarnanum í lífi skáldsins með myndastuðningi. Hún rýnir einnig í ljóð sem fundust á Sigurhæðum, en höfðu ekki birst í ljóðabókum Matthíasar. ATHUGIÐ! Stofutónleikar að loknum fyrirlestri. Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla, Matti Tapani Saarinen, gítar. Aðgangseyrir 1.000 kr.
Amtmannssetrið á Möðruvöllum. Vetrar- og vorviðburðir í Leikhúsinu á Möðruvöllum annan hvern fimmtudag 2010. Næst 25. mars kl. 20. Kristján Stefánsson frá Gilhaga flytur dagskrá sem ber yfirskriftina "Ennþá stakan gleði gefur". Föstudagur 26. mars kl. 12. Sálarstaldur í Kirkjubæ við Ráðhústorg. Efni: Helgihald páskanna.
KETILHÚSIÐ föstudaginn 26. mars kl. 20. KÓR MENNTASKÓLANS Í REYKJAVÍK syngur tónleika. Á dagskrá kórsins eru kirkjuleg og veraldleg verk, bæði íslensk og erlend. Þar er að finna útsetningar úr íslenskum söngarfi eftir Róbert A. Ottóson, Smára Ólason, Hjálmar H. Ragnarsson og Árna Harðarson.
Af öðru má nefna verk eftir Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Finn Torfa Stefánsson. Í þessari ferð kórsins verða u.þ.b. 40 söngvarar, stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson einnig kunnur sem söngvari og stjórnandi annarra kóra. Aðgangur að tónleikunum er ÓKEYPIS en frjáls framlög í ferðasjóð er vel þegin.
Laugardaginn 27. mars kl. 13 heldur AkureyrarAkademían vorþing sitt, helgað rannsóknum á Norðurlandi. Þingið fer fram í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99. Nánari upplýsingar á http://vikudagur.is/www.akureyrarakademian.is
SIGURHÆÐIR laugardaginn 27. mars kl. 15. "TRÚ, EFI OG SPÍRITISMI". Pétur Pétursson, prófessor, flytur fyrirlestur, sem hann nefnir: "Trú og efi í lífi og list séra Matthíasar Jochumssonar". Sr. Matthías þótti frjálslyndur í trúmálum; m.a. hallur undir spíritisma. Það leiddi til átaka milli hans og yfirmanna kirkjunnar. Aðgangseyrir 500 kr.
Akureyrarkirkja sunnudagur 28. mars, pálmasunnudagur kl. 20. Æðruleysismessa, prestur er sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir. Stefán Ingólfsson, Eiríkur Bóasson og Inga Eydal annast tónlistina.
Yfirstandandi sýningar:
Jónas Viðar Gallery myndlistarsýning Þórarins Blöndal "Ferðalangur." Sýningin stendur til 18. apríl og er opin á laugardögum kl. 13.-18.
Listasafnið á Akureyri yfirlitssýning á verkum Tryggva Ólafssonar listmálara. Sýningin ber nafnið "Varið land" og stendur til 9. maí.
Gallerí Box sýningin "ASKA Í ÖSKJU." Duftker eru viðfangsefni félaga í Leirlistarfélagi Íslands. Sýningin er auk þess liður í HönnunarMars sem haldin er dagana 18. til 21. mars og er kynning á starfi hönnuða á Íslandi.
Opið verður laugardaga og sunnudaga kl. 14-17, og einnig á skírdag og föstudaginn langa en sýningunni lýkur mánudaginn, annan í páskum 5. apríl. Allir velkomnir.
Café Karólína sýning Guðbjargar Ringsted "Ísland í blóma." Sýningin stendur til 2. apríl. Gallerí Örkin hans Nóa (húsgagnaverslunin) Hafnarstræti 22. Sýning K. Eldjárn "Járn í eldinum".
"Mikado" í Gallerí Ráðhús. Listakonan Anna Gunnarsdóttir er með sýningu í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Akureyri. Verkin sem Anna sýnir eru unnin út frá japanska spilinu mikado þar sem leikmenn spila með prik. Verkin eru unnin með shibori tækni sem er gömul japönsk tækni við að búa til munstur á efni sem síðan eru lituð, hér með indigo. Efnin eru sett á pappahólka sem áður héldu saman efnisstranga, en fá hér nýtt hlutverk í leik sem listaverk á vegg.