Fjölbreytt dagskrá á Græna hattinum alla páskahelgina

Það verður nóg um að vera á Græna Hattinum alla páskahelgina og hefst dagskráin strax í kvöld, þriðjudag, með tónleikum A Band on Stage. Svo eru það Hvanndalsbræður sem stíga á svið annað kvöld og Hjálmar á fimmtudagskvöld.  

Á föstudaginn langa kemur meistari Gunnar Þórðarson með nýja hljómsveit skipaðri Jóni Ólafssyni píanó og Hammond orgel, Haraldi Þorsteinssyni bassa og Ásgeiri Óskarssyni trommur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi hljómsveit kemur fram og taka þeir fyrir perlur úr söngbók Gunnars auk þess sem einn Hendrix gæti flotið með. Á laugardagskvöld eru það kvennaljómarnir í Skriðjöklum sem fara yfir sögu sveitarinnar í tali og tónum. Tónleikahelginni lýkur svo á sunnudagskvöld með tónleikum Killer Queen þar sem Magni Ásgeirsson fer á kostum í lögum hljómsveitarinnar Queen.

Nýjast