Akureyrarvaka fer fram um helgina, dagana 28.-30. ágúst. Á meðal atriða má nefna stórtónleika í Listagilinu með Jónasi Sig, Lay Low og fleirum ásamt Stórsveit Akureyrar undir stjórn Alberto Porro Carmona og gestastjórnandans Samúels J. Samúelssonar, raddir kvenna, draugaslóð, götulist, vísindasetur, porttónleika, alþjóðlegan dans, friðarvöku og margt fleira.
Akureyrarvaka hefst formlega í Lystigarðinum á morgun, föstudagskvöldið 28. ágúst, með dagskránni Rökkurró. Að henni lokinni mun hvert atriðið reka annað og hátíðin nær hámarki í Listagilinu á laugardagskvöld. Nánari upplýsingar má sjá á visitakureyri.is og Facebook.