Í febrúar verður fjölbreytileikanum fagnað á Amtsbókasafninu á Akureyri og mánuðurinn tileinkaður hinum ýmsu tungumálum sem Akureyringar tala og fleirum til. Sýndar verða þýðingar á sögu Andra Snæs Magnasonar um Bláa hnöttinn en sagan hefur verið þýdd á yfir 30 tungmál. Mismunandi útgáfur á ólíkum tungumálum sýna vel þann mun sem er á tungumálum og letri. Laugardaginn 6. febrúar kl. 14:00 lesa fulltrúar nokkurra þeirra tungumála sem töluð eru á Akureyri upp úr ólíkum þýðingum sögunnar og leyfa gestum að heyra hvernig þau hljóma.Alþjóðadegi móðurmálsins verður síðan fagnað sunnudaginn 21. febrúar. Þetta kemur fram á vef bæjarins.