Þór/KA er komið með fjögurra stiga forysta í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-0 sigur gegn Aftureldingu í gærkvöld í fyrsta leiknum í sjöttu umferð deildarinnar. Sandra María Jessen skoraði tvívegis fyrir Þór/KA í leiknum og þær Tahnai Annis og Hafrún Olgeirsdóttir sitt markið hvor. Þór/KA hefur sextán stig í efst sæti deildarinnar en Afturelding er á botninum með eitt stig. Sjötta umferð deildarinnar klárast með fjórum leikjum í dag.