Fjallað um nýtingu gömlu síldar- verksmiðjunnar á Hjalteyri

Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri stendur á um 10 hektra lóð og er að bróðurparturinn í eigu sveitarfélagsins Hörgársveitar. Verksmiðjan var reist á árunu 1937 til 1940 og er hluti þeirra í notkun en að hluta til standa húsin tóm og hafa gert frá því Samherji lagði niður fiskvinnslu sína á Hjalteyri áirð 2007. Á almennum fundi sem haldinn var á Hjalteyri á dögunum var rætt um framtíð verksmiðjubyggingarinnar, en tilgangurinn var liður í undirbúningi um ákvörðun um framtíð þeirra.  

Hanna Rósa Sveinsdóttir oddviti Hörgársveitar segir að menn vilji fá tilfinningu fyrir því hvort byggingarnar gætu eða ættu að vera söluvara í einhverju formi eða hvort æskilegra væri að leiga þær út.  „Við vildum einnig frá fram sjónarmið þeirra sem vinna að atvinnuþróun á Eyjafjarðarsvæðinu um þá almennu möguleika sem hugsanlega eru fyrir hendi varðandi nýtingu bygginganna," segir hún.  „Síðast en ekki síst vildum við fá hugmydnir frá þeim aðilum sem nú nýta hluta af verksmiðjubyggingunum.

Á fundinum kom fram í máli Sigurðar Bergsteinsson  minjavarðar á Norðurlandi-eystra að nauðsynlegt væri að gera húsakönnun eða úttekt á verksmiðjuhúsunum svo unnt væri að meta varðveislugildi Lauslegt mat hans á minja- og varðveislugildi verksmiðjuhúsanna er m.a. fólgið í því að húsin eru vitnisburður um merkilegt tímabil í atvinnusögu landsins og tengist saga þeirra risi og falli síldveiða en að auki væri saga síldarverksmiðjanna samofin sögu og tilurð þorpsins á Hjalteyri.

Köfunarfyrirtækið Strýtan hefur haft aðstöðu hluta af svokölluðu fiskvinnsluhúsi og kom fram í máli Erlendar Bogasonar framkvæmdastjóra þess að nálægð staðarins við strýturinar í Eyjafirði væri ákjósanleg.  Strýturnar í Eyjafirði eru einu friðuðu náttúruminjar í hafi hér við land og eru þær einstakar á margan hátt.  Erlendur segir að markaður sé fyrir hendi að gera út á köfun hér við land og hvatti til þess að strýturnar yrðu notaðar í þeim tilgangi.  Köfunardagar hjá félaginu voru 220-230 talsins í fyrrasumar, fleiri en Erlendur gerði ráð fyrir í upphafi.

„Verksmiðjan"  er hópur listamanna sem gert hefur með sér samkomulag um að standa fyrir menningarviðburðum og bjóða upp á vinnuaðstöðu í gömlu Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Gústav Geir Bollason stjórnarformaður þess nefndi á fundinum að aðsókn á viðburði á vegum félagsins væru jafnan góð, um 400 til 800 manns.  Að hans mati er nauðsynlegt að samningur um afnot af húsunum til framtíðar verði gerður svo hægt sé að  gera áætlanir um sýningarhald til næstu ára. Sveitarstjórn Hörgársveitar mun að sögn Hönnu Rósu meta þær leiðir sem í boði eru varðandi eignarhald og notkun verksmiðjanna.

Nýjast