Fjalar Úlfarsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í alpagreinum hjá Skíðasambandi Íslands og tekur hann við starfinu af Árna Þór Árnasyni sem lét af störfum á dögunum. Fjalar er íslenskum skíðamönnum að góðu kunnur en hann hefur starfað sem yfirþjálfari hjá Skíðafélagi Akureyrar um árabil og var aðstoðarmaður skíðamannsins Björgvins Björgvinssonar síðasta árið sem Björgvin var við æfingar og keppni. Einnig hefur Fjalar tekið að sér verkefni fyrir skíðasambandið sem þjálfari á stórmótum erlendis.