Fiskistofustjóri flytur norður

Eyþór Björnsson.
Eyþór Björnsson.

Eyþór Björns­son, fiski­stofu­stjóri, hef­ur ákveðið að flytja til Ak­ur­eyr­ar með stofn­un­inni á næsta ári. Hann hef­ur dregið til baka um­sókn sína um starf for­stjóra Sam­göngu­stofu. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Eins og fram kom í frétt Vikudags í síðustu viku var Eyþór að íhuga alvarlega að flytjast búferlum norður. Eyþór er ekki alls ókunnur Akureyri þar sem hann bjó í bænum á árununum 2001-2003.

„Ég lærði sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri og líkaði vel lífið fyrir norðan,“ sagði Eyþór í samtali við Vikudag. Hann segist jafnframt ætla að ræða við Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra á Akureyri á næstu dögum um ýmislegt sem snýr að flutning Fiskistofu.

throstur@vikudagur.is

 

Nýjast