Fimmtán vilja í slökkviliðið

Fimmtán sóttu um stöður hjá Slökkviliði Akureyrar sem auglýstar voru á dögunum en umsóknarfrestur er nýrunninn út. Til stendur að ráða fjóra starfsmenn á árinu og er verið að ráða í stöður tveggja sem hættu á síðasta ári og tveggja sem hætta á þessu ári. „Við erum mjög ánægðir með það hversu margir sóttu um og teljum okkur nú geta valið úr stórum hópi góðra umsækjenda," sagði Ingimar Eydal aðstoðarslökkviliðsstjóri í samtali við Vikudag.

Nýjast